urslit18-07-13

Sjókapp 2015

2014Eins og undanfarin sumur, þá mun Hið Íslenska Kaldavatnsfélag standa fyrir Íslandsmóti í Víðavatnssundi, en fyrirhugað er að mótið fari fram 24. Júlí næstkomandi. Íslandsmeistaramótið er haldið í samstarfi við Sundsamband Íslands og hljóta sigurvegarar verðlaun sem Íslandsmeistarar ársins í viðkomandi vegalegnd eða aldursflokki.

Víðavatnssund eða Sjósund eins og það er kallað í daglegu tali er öllum hollt að stunda, enda hefur sund í köldu vatni löngum verið talið hollt og gott, bæði fyrir líkama og sál.

Mótið fer að venju fram við Ylströndina í Nauthólsvík og verður keppt í þremur vegalengdum 1000, 3000 og 5000 M. Að þessu sinni bætist 5000 M keppnisflokkur við.

Með hækkandi sól þá hvetjum við alla sem áhuga hafa að hefja undirbúning undir mótið og minnum á að hér er um að ræða keppni sem allir geta tekið þátt í, bæði vanir sundmenn og þeir sem skemmra eru komnir. Við hjá Kaldavantsfélaginu hvetjum alla til að mæta í Nauthólsvíkina næstu vikur og kynna sér dásemdir lífs eftir sjósund og munum við með gleði leiðbeina byrjendum um allt það sem skiptir máli varðandi sjósundiðkun og að sjálfsögðu veita góð ráð varðandi undirbúning fyrir Sjókapp 2015.

Upplýsingar um skráningu á sjókapp 2015 verða veittar á facebook.

Nánari upplýsingar veita Benni í s: 868 6102 og Árni í S: 893 8325.

Icelandic open water swimming tournament 2015

Although Icelanders have been swimming in the lakes and sea around Iceland since the Viking era, open water swimming has only been an way of living for few years and thanks to excellent facilities in places like Nauthólsvík near to Reykjavíks center, the number of open water swimmers is rapidly growing.

The Icelandic open water championship is held every summer, next 24th only few hundred meters from the city center, at the Nauthoslvik Bay. Reykjavík is known for its use of geothermal energy and to the benefit of the open water swimmers there is a warm pool for the competitors to relax in, once the competition is completed.

At the Icelandic Open Water swimming the competitors can choose between three distances, 1 Km, 3 Km and 5 Km, in the sea that traditionally is around 10– 14 °C. Swimmers can choose between swimming in normal swimming suits or in neoprene. The competition is held in accordance with the Icelandic Swimming Association´s rules and the organisers reserve the right to exclude those who do not comply with these rules.

Further details are on www.sjokapp.is and on facebook.

Alvöru græjur

Nú er réttu tæpur mánuður í keppni og undirbúningur í hámarki.  Kominn er facebooksíða þar sem hægt er að fylgjast með framgangi mótsins  https://www.facebook.com/sjokapp