urslit18-07-13

Sagan

Saga Íslandsmótsins og reglur fyrir fornfrægar sjósundleiðir

Sund í vötnum og sjó á sér ríka hefð í sögu Íslendinga. 

Grettir Ásmundarson er  einn frægasti sjósundmaðurinn fyrir Drangeyjarsund sitt.

Einnig má minnast á Kjartan Ólafsson sem lék á sundi við Ólaf konung Tryggvason. Í byrjun 19. aldar  fóru sundkeppur að reyna sig við fornfrægar sundleiðir eins og Drangeyjarsund og Viðeyjarsund.  Á seinustu misserum  hefur orðið mikil fjölgun iðkenda sjóbaða til heilsubótar. Fleiri reyna líka við fornfrægar sjósundleiðir.  Með reglugerð um Víðavatnssund hefur SSÍ í samstarfi við Coldwater skapað ramma um helstu víðavatnssundin (sund í sjó og vötnum) á Íslandi.

Með tilkomu þeirra er stuðlað að öryggi sundmanna, skráning er í höndum opinbers sambands (SSÍ) og síðast en ekki síst gefur þetta víðavatnssundi aukið vægi og viðurkenningu íþróttahreyfingarinnar.

Aðdragandi reglnanna langa sögu. Sundgarparnir Eyjólfi Jónssyni, Axel Kvaran o. fl.  sögðu þörf á að opinber aðili mótaði reglur og héldi um skráningu á sundunum. Nú hefur þessi gamli draumur þeirra ræst og Coldwater hefur hug á því að markaðssetja erlendis.

Liður i endurvakningu sjó- og víðvatnssunds á Íslandi er Íslandsmótið í sjósundi. Íslandsmótið hefur vaxið ár frá ári frá 2009 er það var sett á að nýju. Coldwater, í samstarfi við Securitas, ÍTR og Sundsamband Íslands vinna nú að því að festa það í sessi sem einn helsta alþjóðlega íþróttaviðburð ársins á borð við Reykjavíkur Maraþon.